sunnudagur, 10. október 2010

Í upphafi

Orð geta verið dásamleg. Þau geta líka verið stórhættuleg. Þegar á að leika sér að orðum á opinberum vettvangi er eins gott að fara varlega. Mitt fyrsta verk á þessari síðu verður þess vegna að setja sjálfri mér leikreglur. Verandi reglugerðafasisti að upplagi væri annað út úr karakter.

Fyrsta regla: Fara ekki með rangt mál.
Önnur regla: Láta ótta minn við að fara með rangt mál ekki hindra mig í að hafa skoðun.
Þriðja regla: Hafa kjark til að skipta um skoðun þegar það á við.
Fjórða regla: Hafa vit á því að þegja þegar það á við.
Fimmta regla: Ekki meiða.

Þessi síðasta er kannski sú eina sem skiptir einhverju máli.
Ég hugsa að ég hafi hana í heiðri.

9 ummæli:

  1. hlakka til að fylgjast með þér flotta kona¨*•.¸¸☼

    SvaraEyða
  2. Tek undir "fyrstu athugasemd", hlakka mikið til að fylgjast með þér flotta fyrirmynd :-)

    SvaraEyða
  3. Þetta líst mér vel á Berglind. Ég er búin að adda þér í Favorites!

    SvaraEyða
  4. Gerði ítrekaðar tilraunir til að kommenta hjá þér í gærkvöld en það þurrkaðist allt út!

    Það var þó á þessa leið:

    Nú veit ég á hvaða bloggsíðu ég hef ratað! Engin önnur en þú myndi hefja bloggið með REGLUM!! ;D
    LOL
    Dásamleg byrjun og öryggi í því á þessum síðustu og verstu þjóðfélagstímum að sumt breytist aldrei! Sem betur fer.
    Veit þó að fenginni reynslu að það er erfitt að halda sig við alltar reglur. Nema kannski þessa neðstu :)

    SvaraEyða
  5. List vel á þetta hjá þér Berglind. Hef sjálf bloggað um hitt og þetta en lokaði blogginu mínu þegar ég fékk skítkast trekk í trekk fyrir skoðanir mínar. Vona að þú fáir frið.

    SvaraEyða
  6. Mér líst best á aðra og þriðju reglu.
    Hlakka til að lesa meira frá þér.
    Til hamingju með þetta.

    SvaraEyða